Alveg hreint yndislegt

Mikið er alveg yndislegt að fara út að labba á kvöldin þá sérstaklega þegar það er svona æðislega gott veður eins og það var í gærkvöldi Smile Við skötuhjúin erum aðvísu alveg sérstaklega dugleg að fara út í öllum veðrum því að voffaskottið okkar hann Púki verður að fá sína 1-3klukkutíma hreyfingu á dag finnst okkur! Grin Fórum í göngutúr/fjallgöngu í gær eftir að ég hafði fundið deginum áður alveg æðislegan stað þar sem að voru bara tré og hraun og mosi ... alveg frábært að labba þarna upp um hæðir og hóla og leyfa bæði Púka og Yrju ( það er Scheffer-tíkin sem að vinafólk okkar á ) að hlaupa út um allt og leika sér Smile Það var samt svo fyndið hvað Púkinn okkar (sem að er Scheffer eins og Yrja) var rólegur í göngutúrnum, hann er venjulegast sá æsti í hópnum Tounge æj ætli þessi elska sé ekki bara að komast á "rólega" aldurinn, hann verður nú 2ára í Nóvember ... Yrjan litla er bara rétt rúmlega 1árs og á fullt af gelgjustælum eftir haha LoL en hún er æðisleg!! En ég hugsa að við höfum verið alveg í ca 2 tíma og það verður alveg klárlega farið aftur á þennan stað! 

  

Úff Svo fer að líða að flutningum ... enn einu sinn, við erum bara orðin Pro-flutningafólk Smile ég er búin að pakka ofaní nokkra kassa og ég veit að við flytjum ekki fyrr en 1 ágúst en ég vil frekar pakka í rólegheitunum og yfir soldið langt tímabil heldur en að vera alveg á milljón síðustu vikuna í mánuðinum ... það meikar allavegana sense to me Wink 

En meira um það seinna Smile

Ætla að fara að gera eitthvað hérna í vinnunni Wink

Kv. Siljan  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband